Nýr valkostur
í áskriftum

Nýr valkostur
í áskriftum

Áskell er nýtt og ferskt áskriftarkerfi fyrir þá sem selja vörur eða þjónustu í áskrift. Hvort sem þú þarft að innheimta vikulega, mánaðarlega, árlega eða á einhverju tímabili sem hentar þínu módeli, þá er Áskell til staðar fyrir þig.

 • Sveigjanleg áskriftamódel
 • Einfalt utanumhald
 • Lágur kostnaður

Fyrir hverja

Viðskiptavinir okkar hafa ólíkar þarfir og engir tveir eru eins. Við elskum fjölbreytileikann og það er það sem við höfðum í huga þegar við hönnuðum áskriftaþjónustu Áskels.

 • Seljendur áskrifta

  Sala á vöru eða eða þjónustu yfir netið og í raunheimum hefur aldrei verið jafn einföld.

 • Sprotafyrirtæki

  Sem sprotafyrirtæki viltu einbeita þér að því að þróa vöruna þína með sem lægstum tilkostnaði og án óþarfa yfirbyggingar. Reglulegar og fyrirséðar tekjur geta skipt sköpum um árangur. Með Áskeli getur þú byrjað að afla tekna strax.

 • Önnur félög

  Íþróttafélög, góðgerðafélög, húsfélög, leigufélög, mannræktarfélög og aðrir sem innheimta reglulegar greiðslur, styrki eða þurfa að innheimta stærri samninga í smærri bitum geta notað Áskel.

Ávinningur

Með því að nota Áskel til þess að halda utan um áskrifendur og aðra reglulega greiðendur þarftu ekki að viðhalda flóknum greiðslukerfum, tengingum við greiðslugáttir stóru færsluhirðanna eða PCI vottunum. Gögn viðskiptavina þinna eru örugg og kostnaður í lágmarki.

 • Einfaldari umsýsla

  Allar upplýsingar um viðskiptavininn eru á einum stað, sem gerir allt utanumhald með áskriftinni einfalt og þægilegt. Hvort sem það þarf að breyta persónuupplýsingum, vinna með áskrift eða skipta um greiðslumáta. Viltu kannski frekar gera þetta allt í gengum þitt kerfi? Skoðaðu forritunarskilin (API) sem við bjóðum upp á.

 • Einn samningur, margir greiðslumöguleikar

  Hingað til hefur verið nauðsynlegt að gera samninga fyrir kreditkort. Einnig hefur þurft að gera sérstakar ráðstafanir ef viðskiptavinur vill greiða með bankakröfu. Með áskriftakerfi Áskels færðu allt þetta á einum og sama staðnum.

 • Bætt yfirsýn

  Viltu geta séð hversu margir nýjir áskrifendur bættust við í gær? Hversu margir endurnýjuðu eða hversu hátt hlutfall af tekjum eru endurnýjanir? Ekkert mál, áskriftakerfi Áskells býður upp á allt þetta og meira.

Öryggi

Greiðslukerfi Áskels er hýst á viðurkenndum búnaði í öruggum gagnaverum. Allar tengingar við færsluhirða, sem og utanumhald á gögnum viðskiptavina, uppfylla allar kröfur PCI vottunar.

 • PCI vottun

  Áskell uppfyllir allar kröfur PCI vottunar sem framkvæmd er af óháðum aðila og felur í sér að tæknibúnaður, ferlar og jafnvel starfsfólk er kannað með reglulegu millibili.

 • Aðgangsstýringar

  Þú sem söluaðili ræður hver hefur aðgang að gögnunum þínum eða getur unnið með gögn viðskiptavina eða áskriftir. Allar aðgerðir eru skráðar og auðvelt að fletta upp í aðgerðabók hver gerði hvað og á hvaða tíma.

 • Vernd persónuupplýsinga og GDPR

  Ekkert fyrirtæki getur komist upp með það í dag að vernda ekki persónuupplýsingar og hafa alla ferla til staðar sem upplýsa hvernig unnið sé með gögnin, hversu lengi þau eru geymd og hvernig á að óska eftir afriti.

Tækni

Áskell keyrir sem sjálfstæð greiðslusíða fyrir aftan þinn eigin vef. Þegar notandi kaupir staka vöru hjá þér eða leggur inn pöntun fyrir því sem er í innkaupakörfunni, þá er kallað í Áskel sem færir notandann inn á einfalda greiðslusíðu þar sem allar upplýsingar til þess að ganga frá stökum kaupum eða áskrift eru til staðar.

 • Sveigjanlegt áskriftamódel

  Þú getur valið á milli þess að rukka einu sinni, rukka með reglulegu millibili í ákveðinn tíma eða rukka reglulega þar til viðskiptavinurinn segir þjónustunni upp. Einnig er hægt að fresta fyrstu rukkun, þannig að notandi „geti fengið frítt prufutímabil.

 • Frelsi fyrir vöruþróun

  Ef þú ákveður að breyta áskriftamódelinu þínu, þá er það ekkert mál. Eldri áskrifendur halda áfram með gömlu áskriftina, nema ákveðið sé að færa þá á milli.

 • Upplýstur viðskiptavinur

  Nýlega setti VISA international fram kröfur um að viðskiptavinir með reglulegar greiðslur á kredit- eða debit kortunum sínum séu upplýstir um endurnýjun. Nokkrum dögum fyrir endurnýjun sendum við email eða SMS með upplýsingum um áskriftina sem verið er að endurnýja.

Rekstrarhagræði

Að reka áskrifarkerfi getur verið flókið og kostnaðarsamt. Enginn vill lenda í því að rukkun detti niður vegna bilunar í tæknibúnaði eða mæta þurfi óvæntum kostnaði vegna útkalls forritara.

 • Fyrirsjáanlegur kostnaður

  Hvort sem þú ert að reka lítið fyrirtæki þar sem hver króna skiptir máli eða sért með stærri rekstur þar sem fyrirsjáanleiki í útgjöldum skiptir meira máli, þá getur Áskell hentað þinni starfssemi.

 • Auðvelt aðgengi upplýsinga

  Helsta kvörtun bókara, þegar kemur að kortauppgjörum, er hversu erfitt er að stemma þau af. Áskell einfaldar framsetningu uppgjörsgagna, þannig að afstemmingar séu einfaldar og taki skamman tíma.

Hafðu samband

Þú getur byrjað að rukka viðskiptavini þína á örskömmum tíma. Af hverju að bíða með að hafa tekjur, þegar þú getur byrjað strax.